146. löggjafarþing — 46. fundur,  22. mars 2017.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

68. mál
[15:36]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er sjálfsagt og eðlilegt mál að framkvæmdarvaldið skipti með sér verkum eins og best þykir henta. Þetta mál snýst ekki um það, heldur snýst það um að búa til sérstaka stofnun utan um einn ráðherra. Ég hefði haldið á árinu 2017 værum við að ræða öðruvísi breytingar á skipan mála í Stjórnarráðinu, nútímalegri, sveigjanlegri, en ekki það að búa til nýja kennitölu og steypukassa utan um einn ráðherrastól. Ég mun ekki styðja þetta mál.