146. löggjafarþing — 46. fundur,  22. mars 2017.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

68. mál
[15:38]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegi forseti. Á sama tíma og ég tel að þessi tillaga sé ekki sérstaklega vel unnin, hún sé ekki byggð á neinum þeim úttektum sem gerðar hafa verið á Stjórnarráðinu, umbótatillögum sem Alþingi sjálft hefur samþykkt varðandi hvernig stjórnsýslunni ætti að vera fyrir komið, sérstaklega eftir hrun, þá virði ég rétt ríkisstjórnar hverju sinni til að skipa málum eins og þær vilja. Ríkisstjórnin hefur rétt til að fúska eins og hún vill. Þess vegna geri ég ekki athugasemdir við það þótt ég hefði kosið að faglega hefði verið staðið að málum, sérstaklega þegar við völd situr ríkisstjórn sem í sitja flokkar sem hafa haft ný og betri og bættari vinnubrögð á hraðbergi. Ég greiði ekki atkvæði.