146. löggjafarþing — 46. fundur,  22. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

306. mál
[16:38]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. ráðherra fyrir mjög skýr svör og fyrir að útskýra fyrir mér að þetta sé óbreytt. Ég rak augun í það í greinargerðinni að talað er um að hafa samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga og unnið á samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27. júní 2014. Þá kemur það manni á óvart hversu stór fjöldi sveitarfélaga lagði fram athugasemdir um málið í fyrri framlagningu málsins. Ég man eftir umræðu um þetta þingmál þegar það var hér í fyrri meðförum þingsins. Það voru mjög skiptar skoðanir á milli sveitarfélaga um málið. En auðvitað er þetta þingmál og frumvarp sem mun ganga til hv. nefnda á Alþingi. Þær hafa verk að vinna. Ég vona svo sannarlega að hægt verði að finna einhverja lausn á þessu máli svo það náist sátt. Ég hef ekkert meira um þetta að segja.