146. löggjafarþing — 46. fundur,  22. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

306. mál
[16:40]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ágreiningurinn er kunnugur. Hann var hér uppi á síðasta kjörtímabili. Það er viðbúið að hann endurvekist núna í málsmeðferðinni á þingi. En málið hefur auðvitað fengið að gerjast í nokkurn tíma og hljóta umræðu. Eins og ég sagði áðan, og tek undir með hv. þingmanni, væri æskilegt að þetta leystist í einhvers konar sátt. Ég tel að það sé best að láta reyna á slíkt á vettvangi þingsins í þessu máli og vonast til þess að nefndin leggi sig fram um það. Við erum tilbúin í ráðuneytinu til að leggja þingnefndinni allt það lið sem við getum í þessu máli sem öðrum. Við sjáum í sjálfu sér svo hvað setur. Það er mikilvægt að þetta mál fái lúkningu á yfirstandandi þingi.