146. löggjafarþing — 46. fundur,  22. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

306. mál
[17:05]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég biðst auðmjúklega forláts. Ég taldi mig vera að ræða mál þingmanns af því að mér þótti hv. þingmaður koma inn á heildarendurskoðun og heildarmyndina af kerfinu sem snýr að tekjustofnum sveitarfélaga. Ég biðst auðmjúklega forláts. Ég meinti ekkert illt með því annað en að deila þeirri skoðun þingmannsins að þörf sé á að horfa heildrænt á málið.

Ég hef verið talsmaður þess í mörgum málum að við horfum meira heildrænt á hlutina frekar en að vera að horfa á einstaka þætti þess. Ég hef talað fyrir því sjónarmiði mínu margoft þegar kemur að umhverfismálum og fleiri slíkum, að við séum oft að bera niður víða ótengt frekar en að horfa á heildarmyndina. Það var eina ætlun mín með andsvari mínu. Ég biðst forláts. Það var ekki ætlun mín að fara á nokkurn hátt á svig við þingsköp. Ég taldi mig vera að gera eins og hv. forseti las hér upp, ég taldi þetta andsvar við málflutningi þingmannsins þótt ég hafi vissulega spurt út í annað mál.

Ég vil um leið þakka hv. þm. Teiti Birni Einarssyni fyrir að taka svona vel á þessari yfirsjón minni og svara mér þrátt fyrir að ég hafi ekki verið betur að mér í reglum en þetta.