146. löggjafarþing — 46. fundur,  22. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

306. mál
[17:06]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseti vill taka fram að þó að þetta standi í lögum um þingsköp getur ákveðin venjuhelgun haft áhrif á hvernig forseti stýrir umræðu o.s.frv. Menn gera ýmislegt annað í ræðustól en lögin kveða fast á um, þó að ræðumaður geti kallað eftir því, ef hann vill, að menn þrengi mál sitt sérstaklega. Hann benti einmitt á regluna en sagði jafnframt að kannski þyrfti ekki að þrengja það svo mikið og svaraði spurningunni. Þetta er sem sagt allt mjög skemmtilegt hér á þinginu.