146. löggjafarþing — 46. fundur,  22. mars 2017.

kosningar til sveitarstjórna.

258. mál
[18:56]
Horfa

Flm. (Pawel Bartoszek) (V):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp síðara sinni til að þakka í fyrsta lagi umræðuna og í öðru lagi að breyta þeirri ósk minni í samræmi við þær upplýsingar sem ég hef fengið að málið, þar sem það er mál sem lýtur að lýðræði og þeim réttindum, ætti heima í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það var rétt sem hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé heyrði mig segja, ég mæltist fyrst til þess að málið færi til umhverfis- og samgöngunefndar þar sem ég taldi það varða sveitarstjórnarmál, en þarna er víst heimili þessa máls. Þangað óska ég eftir við þingheim að málið fari. Takk fyrir.