146. löggjafarþing — 47. fundur,  23. mars 2017.

rekstur Klíníkurinnar.

[10:44]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf):

Frú forseti. Ég tek aftur undir þessi flugmælsku orð mín frá því í desember og get fullvissað hv. þingmann um að ég kann að hafa sagt eitthvað af viti aðra mánuði. Ég get fullvissað þingmanninn um að það er ekki ég sem veiti starfsleyfi fyrir starfsemi eða stofum, aðstöðu sérfræðinga úti í bæ, (Gripið fram í.) það er embætti landlæknisins sem veitir starfsleyfi fyrir stöðinni.

Það er hins vegar á valdi heilbrigðisráðherra að fela sjúkratryggingum að gera sérstaka samninga við slíka stöð um verk eða þjónustu sem er umfram rammasamning við Læknafélag Reykjavíkur. Slíkt stendur ekki til hjá mér.