146. löggjafarþing — 48. fundur,  27. mars 2017.

vísun skýrslna Ríkisendurskoðunar til nefndar.

[15:01]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Með bréfi, dagsettu 20. mars sl., hefur forseti óskað eftir því við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, samanber ákvæði 8. töluliðar 1. mgr. 13. gr. þingskapa, að hún fjalli um eftirfylgniskýrslur Ríkisendurskoðunar um stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, um Vinnumálastofnun, um kostnað og skilvirkni kennaramenntunar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri, um þróun lyfjakostnaðar 2008–2010 og um framkvæmd og utanumhald rammasamninga.

Með bréfi, dagsettu 20. mars sl., hefur forseti óskað eftir því við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, samanber ákvæði 8. töluliðar 1. mgr. 13. gr. þingskapa, að hún fjalli um skýrslur Ríkisendurskoðunar um Matvælastofnun, um meðhöndlun heimilisúrgangs og um Listasafn Sigurjóns Ólafssonar.