146. löggjafarþing — 48. fundur,  27. mars 2017.

aðgerðir á kvennadeildum.

229. mál
[17:25]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Mig langar aðeins að koma inn í umræðuna og þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir hana.

Eftir að heilbrigðisstofnanir voru sameinaðar skiptir mjög miklu máli að nýta sjúkrarúm sem víðast og líka samgöngurnar. Þar finnst mér vera mikill akkillesarhæll að þar sem heilbrigðisstofnanir hafa verið sameinaðar, segjum bara eins og á Vestfjörðum, eru samgöngur ekki í lagi á milli þessara landshluta. Ég horfi líka til flugvallanna varðandi sjúkraflug. Þetta allt er undir, að hægt sé að fara með sjúkraflugi. Við ræddum hér á dögunum um Alexandersflugvöll, að hann væri tilbúinn til notkunar þegar á þyrfti að halda. Svo má segja um fleiri flugvelli, t.d. Þingeyrarflugvöll. Allt þetta þarf að liggja undir. Mjög mikilvægt er að horft sé heildstætt á þennan málaflokk þegar heilbrigðisáætlun og öryggi í heilbrigðismálum er rætt á þingi.