146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[15:25]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í raun grundvallast fjármálastefnan mjög mikið á því hvernig okkur tekst að losa eigur ríkissjóðs í fjármálafyrirtækjum. Þar af leiðandi er svarið já, við ætlum að losa eigur ríkisins í fjármálafyrirtækjum á stefnutímabilinu. Við rekjum það hins vegar mjög ítarlega í nefndaráliti okkar að við þurfum miklu breiðara samtal um hvaða banka við eigum að selja og hvernig við eigum að búa þá undir sölu og hvernig við ætlum að standa að því að selja þá. Það er það sem við erum að segja. Þar af leiðandi hlýtur svarið við spurningu hv. þingmanns að vera já, við ætlum að selja banka.