146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[15:27]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aðhaldið sem við stefnum að á stefnutímabilinu hjá ríki og sveitarfélögum nemur um 250 milljörðum króna. Stærstan hluta af því aðhaldi ætlum við að nota til að lækka skuldir. En það er ekki nóg. Við verðum líka að nota sölu ríkiseigna til að lækka skuldir. Við eigum bókfært eigið fé í þessum bönkum 450 milljarða kr.

Forsendur þess að þessi fjármálastefna gangi eftir er að við lækkum vaxtakostnað ríkisins. Það gerum við með þeim aðgerðum að hefja söluferli banka. Og já, það er skilningur meiri hluta fjárlaganefndar að sala á eignarhlutum í bönkum sé á tímabilinu.