146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[16:22]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tek undir orð fyrri ræðumanna hér. Mér fannst undarlegt að sjá ekki hv. formann fjárlaganefndar, sem er nú að birtast í salnum, ég þakka kærlega fyrir.

Það er ákveðin umræða hérna í gangi varðandi t.d. sölu bankanna sem hefði verið áhugavert að heyra hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra taka þátt í. Ég vil minna á eitt miðað við það sem hv. þm. Svandís Svavarsdóttir sagði: Já, það er minnsti mögulegi meiri hluti, en það tæknilega við það er að stjórnarmeirihlutinn er með minni hluta atkvæða, með færri atkvæði en minni hlutinn á þingi. Það þarf rosalega lítið til að hafa umboð yfirleitt. Það er ekki lýðræðislegt umboð sem stjórnarmeirihlutinn er með, hann er með lagalegt (Forseti hringir.) umboð samkvæmt kosningalögum um hvernig þingmenn dreifast á milli sæta. Við verðum að fara varlega með það, við verðum að taka þátt og virða lýðræðið.