146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[16:24]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég mundi allt í einu eftir því síðast þegar ég var á leiðinni úr ræðustól að hér í salnum situr stjórnarliði, hv. þm. Njáll Trausti Friðbertsson, sem ég var svo gæfusamur að sitja með í bæjarstjórn og eiga við hann umræður um fjárlagagerð sveitarfélaga. Þar hélt hann nefnilega á lofti, mjög sköruglega oft og tíðum með frábærum hætti, mikilvægi þess að sveitarfélögin kæmu öflug inn þegar illa áraði og spýttu inn í atvinnulífið til að sveiflujafna, en færu svo varlegar þegar vel áraði og söfnuðu í sjóði. Ég get ekki betur séð en að akkúrat vanti þá hugsun í þessa fjármálastefnu. Þess vegna spyr ég: Ætlar hv. þingmaður virkilega að samþykkja hana eða ætlar hann að koma hingað og gera grein fyrir því að hann sé henni ósammála? Þá eru reyndar bara stjórnarandstæðingar í salnum.