146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[17:32]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Fram kemur fram í meirihlutaáliti fjárlaganefndar að það hefði verið hægt að leggja alla vega eitthvað fram af þessum eignareikningi, eða hvað hann var kallaður, þannig að það kemur svo sem á óvart að slíkt hafi ekki verið gert. Þó að hann hafi ekki verið að fullu tilbúinn hefði verið hægt að gera einhvers konar áætlun eða það væri a.m.k. ágætt að hafa yfirlitið.

Hvað varðar seinni spurninguna gleymdi ég að krota hana niður, ég er alveg agalegur þegar ég gleymi að krota niður. Hvað var það aftur? (BjG: Þá var ég að tala um pólitískt viðfangsefni …) Alveg rétt, 41,5%. Mér finnst það vera ákveðið hugrekki hjá þeim að setja það fram þó að ekki hafi þurft að gera það. Ef þetta er markmið sem þau vilja setja sjálfum sér þá hlakka ég bara til þess að fylgjast með því. (Gripið fram í: Á að festa það í lögunum?) Að festa það í lögunum? Ekkert endilega. Mér finnst þetta vera áhugaverð tilraun og það verður gaman að sjá hvernig hún mun ganga. Ef hún gengur vel væri áhugavert að festa hana í lögunum.