146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[17:33]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann að því ef við förum aðeins í gegnum það að talað er um að skuldahlutfallið verði komið niður í 26% árið 2022 og svo er í gegnum hérna í áliti meiri hluta um milljarðana hvar þeir eigi að koma fram í lækkunum og hækkunum og slíku. Ef ég man þetta rétt er hjá ríkinu lækkun um 80, 90 milljarða, opinber fyrirtæki hækka um 12 og sveitarfélögin væntanlega um 17 milljarða. Það kemur fram í áliti 3. minni hluta og er kannski spurningin. Heildarlækkun skulda er einungis um 4,35% ef skuldir opinberra fyrirtækja eru teknar með. Þá langar mig að spyrja þingmanninn: Finnst honum þetta vera of litlar lækkanir skulda sem kemur fram, því það er gefið í skyn að þetta sé með þeim hætti. Auðvitað kemur þessi lækkun á skuldahlutfallinu eiginlega fram í þessum sterka hagvexti sem er verið að spá á næstu árum, þá er það eiginlega spurningin eins og ég segi: Sér hv. þingmaður einhverjar leiðir til frekari skuldalækkunar fyrst þetta er orðað svona í áliti 3. minni hluta?