146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[18:33]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra andsvarið. Spurningin er sú hvort ég telji ráðlegt að greiða skuldir niður hraðar en hér er gert ráð fyrir með því að ganga markvisst í sölu bankanna nú. Því er til að svara að eins og ég nefndi í ræðunni er sá grundvöllur sem ég legg fyrir að bankarnir verði seldir sá að vandað verði til sölunnar í gegnsæju og opnu ferli í víðtæku samráði. Ég get eiginlega bara svarað því þannig að mér finnst það mikilvægara en nákvæmlega tímasetningin. Þessi fjármálastefna hér grundvallast á því að 140 milljarða einskiptistekjur komi inn á tímabilinu. Miðað við arðgreiðslur úr bönkum á þessu ári dugar það til þar. Það er hins vegar ljóst að betur má ef duga skal í niðurgreiðslu skulda og ég er sannfærð um að niðurgreiðsla skulda og lækkuð vaxtabyrði er lykilatriðið fyrir okkur. En forgangurinn er ferlið sjálft.