146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[19:08]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara meira út í ferðamálin. Ég held að ég og hv. þingmaður gætum talað marga klukkutíma um þá stöðu alla saman, það þarf reyndar að gera það.

Hv. þingmaður er einnig sveitarstjórnarmaður. Opinber fjármál ná bæði yfir ríkisfjármálin og fjármál sveitarfélaga. Er það ekki svo að enginn getur tekið úr gildi eða hlutast til um samþykktar fjárhagsáætlanir einstakra sveitarfélaga? Ekki ríkið, ekki Samband íslenskra sveitarfélaga. Enginn. Það er því mikil óvissa í kringum þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaganna. Þurfum við ekki að gera ráð fyrir því að þær geti lent á ríkinu og komið þá niður á þjónustu ríkisins eða ríkisútgjöldunum? Það gæti meira að segja farið svo að þær yrðu í mínus á tímabilinu en ekki plús eins og gert er ráð fyrir. Er þetta ekki veikleiki í stefnunni og í rauninni óraunsætt að gera ráð fyrir að sveitarfélögin (Forseti hringir.) skili afgangi þegar enginn getur haft yfirsýn yfir það eða ráðið því?