146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[20:49]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður ræddi hér um þá félaga Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Dr. Jekyll var fágaður maður meðan mr. Hyde var ekki mjög orðvar. Mér fannst hv. þingmaður ekki vera mjög orðvar þegar hann talar um svik í einhverju plaggi sem hann hefur ekki séð, það eru stór orð. Ég held við getum kannski leikið það hlutverk að hann sé þá mr. Einarsson og ég sem fjármálaráðherra sé dr. No, sem ég held að væri kannski við hæfi.

Hann spyr: Hvers vegna aðhald á þessum góðæristímum? Það er aldrei betra að sýna aðhald en þegar gengur vel. En markmiðið er að lækka vexti fyrir ríkið, einstaklinga og fyrirtæki á Íslandi. Það er það sem skiptir máli. Við skulum heldur ekki gleyma því að á uppgangstímum er dýrara að framkvæma en ella. Ef ríkið spennir bogann hátt þá (Forseti hringir.) spennir það líka upp verð.