146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[20:51]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vissi í sjálfu sér að hæstv. fjármálaráðherra væri vel að sér í bókmenntasögunni. Ástæðan fyrir því að ég nefndi þetta var að ég var með hæstv. fjármálaráðherra á mörgum fundum í aðdraganda kosninga. Hann talaði ekki á þessum nótum þá. Ég spyr: Hvað hefur breyst? Hefur skilningur hans á heiminum og efnahagslífinu breyst á á þessum fjórum mánuðum eða hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð á honum þvílíkum kverkatökum? Eða sigldi hann undir fölsku flaggi? Um það snýst málið. Það er ekki samræmi milli þess sem frambjóðandinn Benedikt Jóhannesson sagði fyrir kosningar og sem hæstv. fjármálaráðherra Benedikt Jóhannesson segir núna. Um það snýst málið.