146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[20:53]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það eru sannarlega líka miklir peningar, ef hæstv. fjármálaráðherra getur tryggt það að vextirnir lækki. Ég kannast alveg við það að hæstv. ráðherra talaði um það í aðdraganda kosninga að hann vildi styrkja tekjustofna sveitarfélga, en fyrst og fremst talaði hann um að rentan af auðlindunum ætti að renna til sveitarfélaganna í auknum mæli. Hvar er sú stefna? Hvar er stefna Viðreisnar um að sækja meiri peninga til sjávarútvegsfyrirtækjanna þannig að það sé hægt að styrkja byggðirnar? Hún er gufuð upp. (Fjmrh.: Hún er á sínum stað.)