146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[20:59]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Jú, ég held að það væri skynsamlegt. Ég held að við gætum verið að binda okkur núna og sæjum svo afleiðingar sem við sjáum eftir á föstudaginn. Hæstv. fjármálaráðherra er skynsamur maður, það þekki ég og veit. Ég veit að hann er líka sveigjanlegur. Skáld eru sveigjanleg. Ég skora á hæstv. fjármálaráðherra að velta þessari hugmynd fyrir sér, hvort það borgi sig ekki aðeins að doka og svo ráðumst við í það öll saman að fara í þær umbætur sem við svo sannarlega lofuðum í síðustu kosningum.