146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[21:01]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þannig háttar til að allt sem gerist hér er nýtt vinnulag fyrir mér og margt af því finnst mér reyndar býsna skrýtið en annað gott. En mér þætti vænt um að heyra hvað hv. tveir stjórnarþingmenn, sem hér fylgjast með umræðunum, ætla að gera, ef í ljós kemur á föstudaginn að ekki er svigrúm til að ráðast í þá hluti sem þau lofuðu bæði fyrir kosningar og sem þau vita svo innilega að þörf er á til að viðhalda byggð í landinu og til að búa öllum jöfn lífsskilyrði, óháð kyni, aldri og búsetu. Jú, við skulum aðeins doka við.