146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[21:22]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið og heyrist að við séum sammála í meginatriðum. Það var einmitt þetta sem ég sagði í svari mínu í síðustu viku, ég teldi að það væri mikilvægt að flýta sér hægt.

Hv. þingmaður nefndi líka að þetta plagg væri þunnt. Það er nú reyndar enn þá þynnra en hv. þingmaður sagði því að það er fyrst og fremst þessi tafla sem er framan á plagginu. Þá tel ég að hv. þingmaðurinn vilji gjarnan að þingið setji sitt mark á tillöguna og því vil ég spyrja: Hvað telur hv. þingmaður að ætti að vera mikill afgangur af A-hluta ríkissjóðs á tímabilinu? Hvað telur hún að væri æskilegt skuldahlutfall í lok tímabilsins? Og hvað telur hún að væri rétt að miða heildarútgjöld ríkisins við? Sem eru þessar þrjár megintölur sem eru í plagginu. Hvernig hefði átt að breyta þeim?