146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[21:23]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessa spurningu. Hún er einstaklega skemmtileg. Mögulega eitthvað sem ég hef ekki farið allt of mikið í. En þrátt fyrir það, jafnvel þótt þingsályktunartillagan sjálf sé mjög stutt eru ákveðnar athugasemdir sem t.d. fjármálaráð gerir og fjallar líka m.a. um það hvernig hlutirnir eru unnir. Greinargerðin með frumvarpinu er nú ekki heldur sérstaklega góð, ef svo má segja. En ég er ekki með svör á reiðum höndum akkúrat núna í þessu en tel samt sem áður að það hefði verið hægt að taka meira tillit til þeirra umsagna sem bárust. Það er ástæða fyrir því að fólk sendir inn umsagnir. Það er ekki að ófyrirsynju. Því miður er ég ekki í þessari nefnd og get kannski ekki svarað eins nákvæmlega og ella.