146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[21:24]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Mig langar að spyrja aðeins nánar út í eitt. Hér hefur hv. þingmaður réttilega komið inn á hvernig ábendingar fjármálaráðs eru algerlega hunsaðar. Sérstaklega í áliti meiri hluta hv. fjárlaganefndar. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún sé einhverju nær en ég. Því að það sem ég spyr mig eftir þessa umræðu í dag er: Hver er tilgangurinn með þessu fjármálaráði ef það á svo ekkert að gera með tillögurnar sem þar koma fram, ekki einu sinni að andmæla þeim og benda á aðrar leiðir eða rökstyðja með einhverjum hætti (Forseti hringir.) svona gríðarlega mikið skjal sem nefndinni berst? Eins og hv. þingmaður sagði, upp á 27 blaðsíður.