146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[21:27]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir heiðarlegt svar og að segja bara að hún viti eiginlega ekki til hvers fjármálaráðið sé eftir þetta allt saman. Mér finnst það bara vera spurning sem við hérna hljótum að þurfa að spyrja okkur. Við erum jú að tala um að fjármálastefnan sé grunnplaggið sem við ætlum að byggja alla okkar vinnu á til næstu fimm ára. Ef þetta á ekki að vera annað eða dýpra en einhvers konar pólitísk stefnuyfirlýsing, sem þetta jú er, eigum við þá bara að skauta fram hjá því að þetta sé eitthvað sem hægt sé að hafa áhrif á og vinna með? Er hv. þingmaður sammála mér í því? Tekur hv. þingmaður undir áhyggjur mínar af því að við séum að byrja vinnslu á opinberum fjármálum á alveg kolvitlausan (Forseti hringir.) hátt þar sem við hunsum grunninn sem við eigum að byggja allt annað á, tökum ekki leiðbeiningum, hæstv. ríkisstjórn leggur bara fram það sem hentar (Forseti hringir.) hennar pólitík og tekur svo ekki neitt tillit til þeirra athugasemda sem berast?