146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[21:29]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, ég verð að taka undir með hv. þingmanni. Það virðist oft ákveðið sýndarsamráð eiga sér stað í íslenskri pólitík og stefnumörkun. Mér sýnist þetta vera dæmi um það. Fjármálaráð útskýrir hlutverk sitt býsna vel og útskýrir líka af hverju þetta plagg, fjármálastefnan, er mikilvægt. Þetta er upphafspunkturinn að öllu samhengi fjármálastefnu, fjármálaáætlun og fjárlaga. Þetta er tækifæri fyrir ríkisstjórn til að fría sig ábyrgð á því sem síðan kemur fram í fjárlögum eða fjármálaáætlun. Nei, þið eruð búin að samþykkja fjármálastefnuna til næstu fimm ára, ó, þið eruð búin að samþykkja fjármálaáætlunina, já, síðan verða fjárlögin bara svona. Hvert er vald þingsins? Ég bara spyr.