146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[22:33]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að ítreka spurningu mína til hv. þingmanns: Ef hann telur að aðhaldið sé ekki of mikið hvað telur hann þá rétt aðhald? Í því felast skoðanaskipti að við vitum hvert fyrir sig hvaða niðurstöðu við teljum rétta. Þetta er eitt af því sem við eigum að skila í fjármálastefnunni, að vita hve mikill afgangur er af ríkissjóði. Ef þingmaðurinn telur að aðhaldið sé of mikið vill hann þá heldur borga hærri vexti? Telur hann að vextir sem íslensk fyrirtæki, almenningur og ríkið, borgi séu of lágir? Telur hann hagstæðara að borga hærri vexti og vera með minni afgang af ríkissjóði? Það væri fróðlegt að vita svarið við þessari spurningu hjá hv. þingmanni.