146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[23:53]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef þetta er stefnan, að það eigi að fara í bankasöluna og nota allt það til að borga niður, því þetta er einskiptisfjármagn, borga niður skuldir og langtímaskuldbindingar, þá ættum við bara að vera heiðarleg með það að við erum að fórna innviðauppbyggingu í smátíma til að komast á þann stað þar sem við erum með sama og engar skuldir og sama og engar langtímaskuldbindingar, sem væri rosalega gott. En það er ekki kosningaloforðið. Það er ekkert umboð úr kosningum til að fara þá leið.