146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[23:54]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Já, ég er algjörlega sammála. Það væri langheiðarlegast að segja það. Og alheiðarlegast hefði verið að segja það fyrir kosningar. Segja bara fyrir kosningar: Því miður, það verður ekkert hægt að gera að neinu ráði í innviðum, vegum og öðru slíku næstu fimm árin því við ætlum að greiða svo hratt niður skuldir. Það hefði verið reisn yfir því og hægt að bera virðingu fyrir því ef menn hefðu riðið þannig um héruð og sagt: Fimm mögur ár í viðbót, því miður. [Hlátur í þingsal.] Fimm mögur ár í viðbót. Kjósið okkur. Það var nú ekki þannig. Ekki man ég eftir því. Og ekki einu sinni hæstv. núverandi fjármála- og efnahagsráðherra talaði þannig í kosningabaráttunni í Norðausturkjördæmi. Og er ég þó alls ekki að segja að hann hafi verið ábyrgðarlausastur í þeim hópi. [Hlátur í þingsal.]