146. löggjafarþing — 50. fundur,  29. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[17:12]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Mér er nú ljóst í þessum samræðum okkar Smára McCarthy að hér höfum við fundið lausn fyrir framtíðar ríkisfjármál án talna, það væri rosalega þægilegt fyrir þá sem stjórna hér nú. Það væri hægt að segja „við ætlum örfáum sinnum bara að laga hlutina“, sem gæti verið mikið eða lítið, því að tölur hafa þann eiginleika að útskýra hlutina í samhengi. Ég veit það ekki, ef þetta er röksemdaflutningurinn fyrir því að þessi þingsályktunartillaga eigi fram að ganga þá deili ég alla vega áhyggjum þingheims af því.