146. löggjafarþing — 50. fundur,  29. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[17:13]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessi ummæli. Ég er að vísu er mjög ósammála honum, ég tel að það væri frekar slæm hugmynd að fara að hætta að nota tölur. En kannski væri samt bót að fara að setja einhverja peninga, og jafnvel nota það orð, í uppbyggingu innviða, jafnvel nota einhverja, kannski örfáa peninga í að bæta heilbrigðiskerfið og menntakerfið og öll hin kerfin. Það væri bót í máli. Ég vil helst ekki fara þá leið að nefna engar tölur. En við erum svo sem að tala um fjármálastefnu þar sem engar tölur eru nefndar um þessi tilteknu atriði, þannig að ég veit ekki hvaða stefnu hæstv. ríkisstjórn hefur í rauninni í þessum málaflokkum, sem eru þó töluvert margir og töluvert mikilvægir fyrir samfélag okkar næstu árin, eins og hefur alltaf verið og mun alltaf verða.