146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

frekari rannsókn á einkavæðingu ríkisbankanna.

[10:38]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Aftur er svar mitt einfalt: Ég tel afar mikilvægt að hér sé gagnsætt ferli við sölu bankanna, ferli sem verður hafið yfir alla gagnrýni, ferli sem þýðir að allir sitji við sama borð, ferli sem leyni því ekki hverjir eru hinir raunverulegu kaupendur.

Ég hef skrifað Fjármálaeftirlitinu bréf þar sem ég hef spurst fyrir um hverjir séu á bak við kaup á hlut Kaupþings í bönkunum og ég vænti svars innan skamms.

Ég get svarað þingmanninum heils hugar: Þetta ferli verður að vera opið, það verður að vera gagnsætt, við verðum að eyða tortryggninni í kringum bankana. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)