146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

trúnaðarskylda fyrrverandi ráðgjafa um losun gjaldeyrishafta.

[10:54]
Horfa

forsætisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Frú forseti. Að sjálfsögðu höfðu þeir sem voru að vinna við stöðugleikaskilyrðin á sínum tíma mikið magn af trúnaðarupplýsingum. Það er engin spurning um það, en um það samningssamband giltu trúnaðarskilmálar. Mér er ekki ljóst hverju þingmaðurinn er að velta upp. Ég ætla ekki að láta setja mig í þá stöðu að gerast sérstakur talsmaður starfsmanns Kaupþings, enda er engin ástæða til þess. Hins vegar situr eftir sú spurning sem hv. þingmaður hefur dálítið í reyk. Hvaða atriði eru það sem hv. þingmaður hefur sérstakar áhyggjur af? Við skulum ræða þau sérstaklega í stað þess að tala um þetta með þeim óljósu orðum eins og hérna er gert.