146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[12:44]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Jú, ég held að það hafi verið settar upp rangar forsendur fyrir þessari fjármálaáætlun. Hún fellur um sjálfa sig ef hæstv. fjármálaráðherra ætlar að standa við orð sín. Ég tek undir þær áhyggjur. Það hefur kannski ekki verið rætt á vettvangi þingsins beinlínis að selja Isavia en hv. þm. Óli Björn Kárason, samnefndarmaður minn, hefur skrifað greinar um að það sé líklega besta hugmynd í heimi síðan skorið brauð.