146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[14:53]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nú er hv. þingmaður fyrrverandi borgarfulltrúi og þekkir vel til sveitarstjórnarmála. Lög um opinber fjármál ná bæði yfir ríki og sveitarfélög. Gerð er ákveðin aðhaldskrafa til sveitarfélaga. Það eru þrír milljarðar, ef við reiknum prósentutöluna yfir í milljarða á næsta ári, 6 milljarðar á þarnæsta, og svo upp í 7 milljarða afgangur á árinu 2022. En það getur enginn haft valdboð yfir sveitarfélögunum. Enginn getur sagt: Kópavogur þarf að taka upp sína áætlun vegna þess að að meðaltali fellur hún ekki að lögum um opinber fjármál. Það getur enginn ráðið við þetta.

Ég vil því spyrja hv. þingmann: Telur hún ekki að það hefði að minnsta kosti þurft að taka eitthvert vítt bil miðað við þetta ef stefnan hefði átt að vera raunsæ? Getum við fullyrt að grunngildin um varfærni, festu og stöðugleika liggi undir stefnunni (Forseti hringir.) þegar svona er farið að?