146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[15:54]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Ég þarf kannski að skýra spurninguna mína. Það sem ég átti við er að vindarnir í kringum miðbaug, öðru nafni viðskiptavindarnir eða „the trade winds“, eru voðalega stöðugir í eina átt. Þar af leiðandi var hægt að ferðast yfir hafið í sitt hvora áttina, fram og til baka og þar af leiðandi stöðugur vindur. Íslenska hagkerfið hefur ekki verið þekkt fyrir það að vera stöðugt, þess vegna var ég að líkja því við íslenska veðráttu. Ég veit ekki hvernig hv. þingmaður á að svara þessu.