146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[16:47]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Nú erum við búin að vera að ræða þetta mál í allan dag nánast án þess að nokkur meðlimur stjórnarmeirihlutans svo mikið sem sjáist í þingsal. Það hefur ekki sést til nokkurs ráðherra í dag. Eini ráðherrann sem hefur yfir höfuð tekið til máls um þessa stefnu er hæstv. fjármálaráðherra. Það vantar inn í þessa umræðu mjög mikilvægt sjónarhorn. Það hafa komið fram alveg rosalega mörg mjög mikilvæg sjónarmið á þeim dögum sem við höfum verið að ræða þetta, en það vantar algerlega að hér sé einhver sem er til í að verja þessa stefnu, sem engin er, sem er til í að taka þátt í umræðu um stefnuna út frá því sjónarhorni að hér sé eitthvað til þess að verja. Við í stjórnarandstöðunni erum búin að rífa þessa ömurlegu stefnu í okkur og það er ekkert eftir af henni. Getum við fengið nokkra stjórnarmeirihlutameðlimi (Forseti hringir.) í salinn, vinsamlegast, herra forseti?