146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[16:49]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég get ekki annað en tekið undir með hv. þm. Smára McCarthy. Eitt er nú að ekki gangi meira undan ríkisstjórninni en raun ber vitni, sem í sjálfu sér er ágætt. Annað er að hún hafi ekki meiri trú á eigin málum en að hún geti ekki staðið hér fyrir þeim og átt orðastað við okkur. Í þriðja lagi er sorglegt, svo ég leyfi mér að nota það orð, hvernig hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa ekki meira álit á þeirri málstofu sem Alþingi er en svo að þeir nenni ekki að taka þátt í umræðum almennt um stjórnarfrumvarp, sem ætti náttúrlega að gera um öll frumvörp, hvað þá frumvarp sem hæstv. ráðherrar í ríkisstjórn hafa sagt vera mikilvægasta frumvarpið á kjörtímabilinu. Á þessu frumvarpi virðist stjórnarmeirihlutinn engan áhuga hafa. Til hvers eru menn hér á Alþingi?