146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[17:09]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir áköll hv. þingmanna eftir því að stjórnarliðar láti sjá sig. Þau áköll hafa borið einhvern árangur. Okkur berast fregnir af því hingað í þingsal að hér séu níu stjórnarliðar í húsi og einn þeirra, formaður fjárlaganefndar, hv. þm. Haraldur Benediktsson, er staddur í hliðarherbergi. Það væri ákaflega fróðlegt fyrir okkur sem ræðum þetta mikilvægasta plagg ríkisstjórnarinnar að heyra hvernig hann sér fyrir sér þá uppbyggingu innviða sem lofað var statt og stöðugt af hálfu ríkisstjórnarflokkanna fyrir kosningarnar, því að ekki er auðvelt að sjá í þessu plaggi hvernig því verður háttað. Það væri ákaflega gott ef formaður fjárlaganefndar kæmi hingað og útskýrði það fyrir okkur frá sjónarhóli sínum.