146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[18:57]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. Gunnari I. Guðmundssyni fyrir. Ég deili áhyggjum af þessu vegna þess eins og hv. þingmaður sagði áðan að við gerð fjárlaga fyrir árið 2017 töldu margir hv. þingmenn að þeir væru að uppfylla í fjárlögum þau verkefni sem búið var að samþykkja. Ég er hrædd um að ef svigrúmið verði ekki meira en gert er ráð fyrir í þessari stefnumótun gætum við lent í fleiri slíkum vandræðum ef svigrúmið til að bregðast við verður ekki til staðar.