146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[19:16]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég heyrði það á ræðu þingmannsins að hún hefur mikinn áhuga á umverfismálum. Það liggur fyrir framsækið plagg í nafni ríkisstjórnar sem heitir Orkuskiptaáætlun. Þar er einmitt verið að tala um að skipta bílaflotanum að stórum hluta til út fyrir rafbíla. Samt stendur í fjármálaáætluninni að við ætlum ekki að virkja næstu árin, við ætlum bara að klára nokkrar virkjanir. Nú hef ég heyrt Landsvirkjun tjá sig um það í atvinnuveganefnd að það þurfi gríðarlega mikla orku í viðbót til þess að knýja þennan bílaflota. Spurningin er því: Er fjármálaáætlunin lygi eða orkuskiptaáætlunin?