146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[19:17]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er svolítið skemmtileg spurning. Maður hugsar einmitt um það hvaða áætlanir eru inni og hverjar eru úti vegna þess að þessi fjármálastefna segir okkur í rauninnni alveg rosalega lítið um það, eiginlega ekki neitt. Eins og hefur margítrekað verið tekið fram sjáum við ekki af hverju, það eru svo litlar upplýsingar gefnar um þær forsendur sem að baki henni liggja og greiningar á stöðunni. En svo vil ég líka leyfa mér að vera ekki alveg sammála Landsvirkjun. Ég dreg í efa að það þurfi að virkja svo mikið fyrir rafbílavæðingu, en við gætum hins vegar alveg örugglega og við munum þurfa að skoða hvað við setjum orkuna okkar í. Að mínu viti er mikilvægt að setja hana í rafbílavæðinguna. En (Forseti hringir.) ég er ekki til í að skrifa upp á það að svo komnu máli að endilega þurfi að virkja meira til þess.