146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[19:22]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég er farin að binda vonir við það að þetta plagg verði marklaust vegna þess að hér er búið að færa svo mörg rök fyrir því af hverju það á ekki að samþykkja það. Ég tel algjörlega ljóst, og við höfum fært fyrir því mjög góð rök, að það sé óábyrgt. Það finnst mér gríðarlega alvarlegt mál því stjórnvöldum hverju sinni ber auðvitað skylda til þess að setja fram ábyrga stefnu. Það er þessi stefna svo sannarlega ekki. Mér finnst það leiðinlegt að ekki hafi verið brugðist við því með að gera hlé á þessari umræðu og kalla málið aftur inn til nefndar því það væri svo sannarlega hægt að lappa upp á það og bæta á svo gríðarlega margan hátt og ekki vantar hugmyndirnar, því þær hafa komið fram hér úr ræðustól Alþingis, bæði í dag og í gær.