146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

beiðni um sérstaka umræðu.

[15:04]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Ekki alveg óvænt þá vil ég taka undir með þeim hv. þingmönnum sem hér hafa talað á undan. Mér finnst ólíðandi að ekki skuli vera gefið pláss fyrir sérstakar umræður stjórnarandstöðunnar svo ég tali ekki um þetta tiltekna mál sem hefur sem betur fer verið mikið í umræðunni síðustu daga og viku og er mjög brýnt að við tökum á. Mér finnst það vanvirðing við þann stóra hóp sem glímir við fátækt að menn skuli ekki gefa sér örlítinn tíma. Auðvitað getum við komið þessari umræðu að þegar við tölum um fjármálaáætlunina þar sem ekkert er í raun tekið á þeim málum. Þess vegna hefðum við þurft sérstaka umræðu um þetta og ég krefst þess að hún verði sett á dagskrá í vikunni.