146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

beiðni um sérstaka umræðu.

[15:07]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þann 9. febrúar sl. lagði ég fram fyrirspurn til hæstv. dómsmálaráðherra um yfirferð kosningalaga, en ekkert hefur bólað á svörum við henni enn þá. Þetta er þriðji mánudagurinn í röð þar sem ég hef boðað að ég sé tilbúinn að ræða þetta mál og dómsmálaráðherra hefur síðan afboðað komu sína. Þriðji í röð. Ég heyri síðan að kosningalögin sem koma til breytinga séu að verða tilbúin. Það væri mjög skrýtið ef lagt yrði fram frumvarp um allar breytingarnar á kosningalögum áður en umræðan um það málefni gefst, því að hluti af umræðunni snýst um það hvernig haga á samstarfi milli flokkanna um framlagningu á breytingum á kosningalögum. Ég óska eftir því að hæstv. dómsmálaráðherra svari fyrirspurn minni munnlega sem fyrst.