146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

beiðni um sérstaka umræðu.

[15:28]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Samkvæmt þingsköpum hefur ráðherra að jafnaði um það bil tvær vikur til að svara. Síðan er hægt að biðja um frest enda er ég með þó nokkrar fyrirspurnir til ráðherra sem langflestum er ósvarað. Það eru rétt tæpir tveir mánuðir síðan ég lagði inn fyrirspurn. Ég sagði að undanfarna þrjá mánudaga hefði ég búist við því að fá svar og fara í umræðu um munnlega fyrirspurn um þetta mál. Ég hafði skilning á því að svo yrði ekki þegar hæstv. ráðherra var ekki á landinu, var erlendis vegna starfa á vegum Alþingis, en undanfarna þrjá mánudaga hef ég búist við því að fara í umræður um munnlega fyrirspurn við ráðherra. Það hefur mistekist í öll þau skipti.

Ég biðst afsökunar á því að vera í gallabuxum uppi í pontu, það tók enginn eftir því síðast og það dó enginn.