146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

mismunandi áherslur í ríkisstjórn.

[15:47]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Ástæða þess að ég tók dæmi af kóngulónni er að ég kunni nú ekki við að nefna kolkrabbann hérna. [Hlátur í þingsal.] En fyrr í sama viðtali sagði einmitt hæstv. fjármálaráðherra að hann saknaði þess að ekki væri betra samstarf við minni hlutann en raun bæri vitni. Því spyr ég: Hvað hefur hæstv. fjármálaráðherra gert til að búa til þetta góða samstarf? Ef ekkert, hvað hyggst hann þá gera? Eða hyggst hann kannski fara til Erlings Ólafssonar skordýrafræðings og læra eitthvað um fótaburðinn? Ætlar hann kannski bara að treysta á minni hlutann hérna á Alþingi að redda stjórninni fyrir horn nokkrum sinnum á kjörtímabilinu?