146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

peningamálastefna.

[15:54]
Horfa

Lilja Alfreðsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég veit ekki hvort þingheimur hefur tekið eftir því, en ég fékk ekki eitt einasta svar. Ekkert svar. Mér finnst það ekki boðlegt. Kannski er það þessi vandræðagangur þegar hæstv. ráðherra er að tala við erlenda fjölmiðla, að þess vegna eigi hann í miklum erfiðleikum með að svara þeim spurningum sem hér eru lagðar fram.

Virðulegi forseti. Ástæða þess að ég spurði hæstv. ráðherra um heiðarleika er sú að eins og staðan er í dag þá er mjög ólíklegt að hans sýn á það hver umgjörð peningastefnu eigi að vera nái fram að ganga. Þess vegna spyr ég hann: Finnst honum heiðarlegt að sitja í slíkri ríkisstjórn þegar hann á í svona miklum erfiðleikum með að ná markmiðum sínum fram?